Jarðviska
Jurtalækningar fyrir heimilið - Netnámskeið
Jurtalækningar fyrir heimilið - Netnámskeið
Hvernig getum við hlúað að okkur og okkar nánustu með lækningajurtum? Í þessu námskeiði köfum við í jurtafræðina, og kynnumst grunnaðferðum til þess að vinna með jurtir heima. Lækningajurtir hafa ávallt verið hluti af fjölskyldulífinu, en í dag hefur mikið af þessari kunnáttu tapast. Mig langar því að fara með ykkur í ferðalag þar sem við endurheimtum þessa grunnþekkingu og getum byrjað að vinna með jurtir heima hjá okkur á öruggan og áhrifaríkan hátt.
Námskeiðið er á myndbandsformi, og þegar þú kaupir námskeiðið færðu aðgang í tölvupósti að lokaðri síðu, þar sem þú getur séð öll myndböndin og lært á þínum hraða.
Eitthvað af því sem verður farið útí á þessu námskeiði:
-Tínsla og verkun ferskra jurta
-Einstaklingsmiðuð jurtanotkun
-Börn og jurtir
-Svefn og jurtir
-Ónæmiskerfið og jurtir
-Nærandi jurtir
-Jurtir og melting
-Mismunandi aðferðir í jurtavinnslu/geymslu
-Farið djúpt út í nokkrar íslenskar lækningajurtir
-2 uppskriftir