Ég er móðir, systir, dóttir, vinkona, ástkona og grasakona.
Mitt starf og ástríða fellst í því að leiðbeina fólki í átt að sjálfu sér, heilindum, náttúrutakti og líkams þekkingu.
Ég lærði vestrænar grasalækningar í London og útskrifaðist úr University of Westminster 2020. Ástríða mín fyrir plöntuheiminum og náttúru öflunum hefur alltaf verið til staðar, og eru sterkustu æskuminningar mínar þær sem ég á með runnum og blómum, steinum og trjám.
Jurtalækningar voru gáttin inn í feril minn sem náttúrulæknir, en síðan þá hef ég kafað ofaní hin ýmsu fræði, eins og fornheilun, náttúruspeki, heimspeki, líkamsmiðaða meðferð, söng og raddopnun, næringarfræði, vatnameðferðir og fleira.
Ég óska þess að með mínum jurtavörum öðlist þú dýpri tengingu við þig, þinn líkama, náttúruna, upprunann, og bara það sem þú þarfnast.
Ég býð upp á einkaviðtöl og námskeið/fyrirlestra fyrir hópa.
Bókanir: ingeborg.jardviska@gmail.com
HULDUFRÆÐI
Jurtir og fræðsla í póst áskrift
Hefur þig alltaf langað til þess að verða fær í lækningajurtum? Ég er búin að fá ótal skilaboð og spurningar um hvar sé best að byrja að læra, og hvort að ég geti verið með fleiri námskeið eða fræðsluefni.
..Og nú er komið að því!
Ég er búin að fara í gegnum fjögurra ára strembið bs gráðu nám í grasalækningum, og ég get sagt þér það, að ég lærði mest af því sem ég nýti mér í dag, utan skólans. Það er ekki vegna þess að námið var ekki gott, það var mjög fróðlegt og gaf mér mikið. Hinsvegar var önnur viska sem ég leitaði uppi með því að mæta á kvöldnámskeið, lesa bækur og fara út í skóg, við útjaðra Lundúnar. Þetta var viska sem ekki var kennd í háskóla, því það þótti ekki nógu vísindalegt, ekki nógu faglegt.
Ég lærði því utan skóla af gömlum grasalæknum, fólki sem hafði verið á þessari vegferð nógu lengi til að skilja, að þú kemst ekkert ef þú ætlar að nálgast jurtir eins og lyf. Það þarf að vinna með dýpra samhengið. Jurtir eru lifandi verur, eins og mannfólk og dýr. Þær tala til okkar með ýmsum hætti, sem ekki er hægt að skilja með vísindalegri rannsókn, eða með rökhugsun.
Gömlu grasalæknarnir sem ég hef kynnst, nota alla tilveruna til þess að skilja og þekkja jurtir og fólk. Þeir taka manneskjuna inn í myndina og meira en það. Í gömlu jurtafræðunum sem stunduð hafa verið um allan heim eru jurtir, fólk, stjörnur, frumöfl og táknmyndir, allt saman meðleikarar í því að skapa jafnvægi og samhljóm.
Grasalæknar þessa fræða nota semsagt skynfærin og innsæið til þess að eiga samskipti við jurtirnar og búa til öflugt meðal sem getur virkað, ekki bara á einkenni fólks heldur á tilfinningalífið og sálina líka. Þeir hafa lært af aldagamalli þekkingu sem hefur verið varðveitt í árþúsundir.
Ég get með sanni sagt að það hefur hjálpað mér mikið að draga þekkingu úr vísindalegu hlið jurta, í bland við gömlu spekina. Að skilja hvernig jurtir virka í efnafræðilegu samhengi er hjálplegt, en það er mun grynnri þekking sem kemur okkur ekki mjög langt ein og sér.
Ég hef lengi velt því fyrir mér, hvernig ég vilji miðla minni þekkingu til þeirra sem vilja læra af mér. Það er þessi heildræna sýn og skilningur sem ég hef áhuga á að koma á framfæri, til þeirra ykkar sem hafa áhuga á því. Auk þess, ef fólk sækist eftir því að vita einfaldlega “hvað hver jurt gerir”, eru til ótal bóka þar sem hægt er að fletta því upp.
Ég vil ekki vera alfræðiorðabók, ég vil miðla mínum eigin skilningi, svo að þú getir lært að læra, beint af jurtunum.
Því hef ég ákveðið að bjóða þér, ef þú hefur áhuga í Huldufræði. Í þessu felst að í hverjum mánuði færðu póst inn um lúguna sem inniheldur jurtate úr einni jurt. Með þessu verður síðan fræðsluefni, sem hjálpar þér að skilja þessi fræði í tenglum við hverja jurt fyrir sig. Það er ein ný jurt tekin fyrir í hverjum mánuði, og gefur það tækifæri til þess að kynnast hverri jurt vel og vandlega.
Það er nefnilega mín reynsla að við getum mun frekar nýtt okkur jurtir ef við þekkjum nokkrar mjög vel, frekar en margar mjög lítið.
Fræðsluefnið samanstendur meðal annars af eftirfarandi:
Praktískar upplýsingar um jurtirnar, sögu og menningu
Aðferðir við notkun
Uppskriftir
Þekking og reynslusögur
Tól og ráð sem aðstoða við að skapa rými til þekkingaröflunar, með notkun innsæis.
Hvenær byrjar þetta?
Fyrsti mánuðurinn í huldufræðum verður í janúar, en þú getur hoppað um borð hvenær sem er, og hætt hvenær sem er.
Ef þú ert manneskja sem hefur lengi þráð að vinna með jurtir á dýpri hátt og veist innst inni að það er djúpur brunnur fróðleiks inn í hverri einustu lækningajurt, þá er þetta fyrir þig.
Ef þú ert manneskja sem vill styrkja innsæið og traust til mátt náttúrunnar, þá er þetta fyrir þig.
Ef þú vilt kynnast öðru fólki sem deilir sömu ástríðu fyrir plöntu heiminum, þá verðum við með uppákomur við og við, á netinu og í raunheiminum.
Ef þú þráir að öðlast þekkingu en ekki bara upplýsingar, visku sem býr í líkamanum en ekki bara í hausnum, þá er þetta svo sannarlega fyrir þig.
Kannski er þetta ekki fyrir þig, en þú þekkir einhvern sem hefði gaman af þessu? Þá væri ég mjög þakklát ef þú myndir áframsenda þennan póst á þann aðila.
Skráning á póstlista
Fáðu upplýsingar um nýjungar og afslætti, ásamt fræðsluefni og fréttum.
10% afsláttur af fyrstu kaupum fyrir póstlista áskrifendur!
Choosing a selection results in a full page refresh.